Langi-Jón fannst á Lynghálsi

Eftir að Mbl.is sagði frá leit Þráins og Gunnars að bakkelsinu Langa-Jóni létu viðbrögðin ekki á sér standa. Alls bárust 110 tölvupóstar á netfangið sem tilgreint var í fréttinni, þar sem þeim félögum var bent á hvar þeir gætu fundið Langa-Jón.

Það bar þó helst til tíðinda þegar þeim var tilkynnt að þeir gætu nálgast 20 Langa-Jóna hjá Ömmubakstri við Lyngháls. Mbl.is fylgdi þeim þegar þeir tóku við þessum langþráðu Löngu-Jónum.

„Þetta er eiginlega betra en mig minnti,“ segir Gunnar Nelson. „Biðin hefur örugglega byggt þetta upp, en það stóð alveg undir væntingum.“ Og er allt í lagi fyrir menn sem vinna við að vera í góðu formi að úða þessu í sig? „Ætli við séum ekki þeir einu sem megum við þessu af því við æfum svo mikið.“

„Það var aðallega lítil sala og vélarbilun sem gerði það að verkum að við hættum að framleiða og selja Langa-Jón,“ segir Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Ömmubaksturs. „En eftir þetta keyrum við framleiðsluna í gang aftur eftir þennan góða stuðning frá sterkum mönnum. Langi-Jón verður til í Fjarðabakaríi í Dalshrauni og Borgarholtsbraut.“

„Eigandi Stofunnar við Aðalstræti talaði um að vilja selja þetta,“ segir Þráinn Kolbeinsson. „Fínt að geta fengið þetta líka í miðbænum.“

Frétt Mbl.is: Leitin að Langa-Jóni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant