„Er ekki geðveiki í öllum ættum?“

Leikararnir fjórir sem fara með burðarhlutverk í Englum alheimsins sem Þjóðleikhúsið sýnir í næsta mánuði segja æfingaferlið geggjað ferðalag. Þeir segjast ekki aðeins vera fást við bók heldur einnig ákveðinn heim, hinn flókna heim geðveikinnar sem allir kannast við í einhverri mynd.

„Er ekki geðveiki í öllum ættum?“ segir Snorri Engilbertsson en ásamt honum leika í sýningunni Atli Rafn Sigurðsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Ólafur Egill Egilsson. „Jú, Kleppur er víða,“ segir Atli Rafn og bregst við orðum Snorra. „Þetta eru þræðir sem liggja ansi víða og hafa heillað manninn í gegnum tíðina. Heimur geðveikinnar er í senn mjög ljótur og fagur. Margir snillingar mannkynssögunnar hafa verið haldnir einhvers konar geðsjúkdómum.“

Rætt er við leikarana fjóra í sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem dreift er með Morgunblaðinu í fyrramálið.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson