Tók plötuna upp í sumarbústað

Ólöf Arnalds.
Ólöf Arnalds. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrir nokkrum vikum kom út ný plata með Ólöfu Arnalds, Sudden Elevation. Í tilefni af því mun söngkonan og lagasmiðurinn halda tónleika í Þjóðmenningarhúsinu fimmtudagskvöldið 11. apríl, húsið opnar kl. 21:00 og tónleikarnir hefjast kl. 21:30.

Sudden Elevationer þriðja stúdíóplata Ólafar. Fyrsta platan var Við og við, þar sem Ólöf söng alfarið á íslensku. Önnur platan, Innundir Skinni, innihélt þrjú lög á ensku og eitt þeirra „Surrender“ var dúett með Björk.

Nýja platan Sudden Elevation var aðallega tekin upp á tveimur vikum haustið 2011 í sumarbústað í Hvalfirðinum. Upptökurnar voru síðan kláraðar og hljóðblandaðar í Sundlauginni, segir í tilkynningu.

Skúli Sverrison var upptökustjóri, ásamt því að spila inn bassa og rafgítar. Ólöf spilar reyndar sjálf á mörg hljóðfæranna. Eins og venjulega spilar hún undir söng sinn með gítar en á plötunni spilar hún líka á koto hörpu, fiðlur, hljómborð og rafgítar. Fleiri listamenn koma við sögu á plötunni, t.d. systur hennar tvær Klara og Dagný. Klara syngur með Ólöfu í tveimur lögum, „Bright and Still“ og „Numbers and Names“ á meðan Dagný spilar á píanó í „Return Again“.  Magnús Trygvason Eliassen leikur á trommur.

Ólöf byrjaði að læra á fiðlu 8 ára gömul en skipti síðan yfir í klassískan söng þar sem hún lærði hjá Ruth Magnússon. Ólöf kláraði gráðu í tónsmiðum (nýmiðlun) frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur komið víða við í listalífinu á Íslandi. Áður en hún gaf út fyrstu sólóplötuna sína söng hún m.a. og spilaði á gítar og fiðlu með hljómsveitinni Múm. Hún hefur samið texta og sungið á Seríu-plötum Skúla Sverrissonar.

Hún hefur spilað vítt og breytt um heiminn og heillað áherendur upp úr skónum á mörgum viðkomustöðum. Hún hefur hitað upp fyrir Björk Guðmundsdóttur. Í New York hefur Ólöf spilað við hlið hljómsveita á borð við, Dirty Projectors, Blonde Redhead og John Vanderslice. Söngur hennar, texta- og lagasmíði hafa hlotið lof um allan heim.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson