„Ég vil peninginn minn aftur“

Thatcher var ekki kölluð járnfrúin fyrir ekki neitt
Thatcher var ekki kölluð járnfrúin fyrir ekki neitt

Járnfrúin Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands lést í morgun 87 ára að aldri. Thatcher var forsætisráðherra Íhaldsflokksins frá árinu 1979 til ársins 1990 og var fyrst kvenna til þess að gegna embætti forsætisráðherra í Bretlandi. 

Monitor lítur til ljósu punktanna í tilverunni og tekur saman fimm góða gullmola fyrir þankabankann þinn sem járnfrúin skyldi eftir sig en gott er að geta gripið til slíkra þegar þú vilt líta gáfulega út. Mundu bara að byrja allar setningarnar með „Eins og járnfrúin heitin sagði svo vel...“ eða „Svo ég vitni í Thatcher...“.

1. „Að vera valdamikill er eins og að vera dama. Ef þú þarft að segja fólki að þú sért það, ertu það ekki.“

2. „Ég er ótrúlega þolinmóð, að því gefnu að ég fái mínu framgengt að lokum“

3. „Ef þú vilt að eitthvað sé sagt, biður þú mann; ef þú vilt að eitthvað sé gert, biður þú konu.“

4. „Enginn myndi muna eftir miskunnsama samverjanum ef hann hefði bara haft gott hjarta; hann átti líka pening.“

5. „Það sem Bretaland þarfnast, er járnfrú“

Thatcher var lunkin í hnyttnum tilsvörum en þau henta misvel til tilvitnanna. Efsta svarið var reyndar ekki skondið á sínum tíma en varð það í ljósi atburða seinni tíma.

„Engin kona á mun á mínum líftíma verða forsætisráðherra, fjármálaráðherra eða utanríkisráðherra - ekki efstu stöðurnar. Allavega, ég myndi ekki vilja verða forsætisráðherra; maður þarf að gefa sig 100 prósent.

„Á leið minni hingað gekk ég framhjá kvikmyndahúsi og það kom í ljós að þið áttuð von á mér eftir allt saman því á auglýsingaskiltinu stóð „The Mummy returns“."

„Ég faðmaði hann aldrei, ég henti sprengjum í hann.“
(Sagt meðan hún horfði á gamla upptöku af Tony Blair að taka utan um Gaddafi) 

„Ég vil peninginn minn aftur“ 
- Á fundi Evrópusambandsins í Dublin 1980

Thatcher var umdeild kona og ýmis ummæli voru látin falla um hana.

„Hún hefur augu Caligula en munn Marilyn Monroe“ Francois Mitterrand, fyrrum forseti Frakklands

„Hún var alltaf mjög aðlaðandi kona. Hún hafði ekki bara útlit kvikmyndastjörnu heldur gat hún einnig hagað sér eins og slík ef henni sýndist.“ Sir Bernard Ingham, talsmaður Thatcher á Downing Street. 

„Þessi kona er þver, þrjósk og stendur hættulega fast á sínu.“ Imperial Chemical Industries skýrsla sem hafnar starfsumsókn Margaret Roberts árið 1948.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson