Arrested Development aftur á skjáinn í maí

Eftir langa bið eru þættirnir um Bluth fjölskylduna loksins væntanlegir aftur. Fox sjónvarpsstöðin hætti framleiðslu Arrested Development árið 2006 en síðan hafa þættirnir öðlast sérstakan sess í sögu gamanþáttagerðar. Myndbandaleigan Netflix sem starfrækt er á veraldarvefnum fann fyrir sterku fylgi þáttanna og keyptu því framleiðsluréttinn á þeim. Nú er fjórða sería Arrested Development tilbúin til sýningar og aðdáendur þurfa ekki einu sinni að bíða eftir nýjum þætti í hverri viku þar sem Netflix birtir alla þættina samtímis þann 26.maí. Netflix er því miður ekki opið íslenskum notendum enn um sinn en eitthvað segir Monitor að það muni ekki hindra þá allra hörðustu frá því að njóta þáttanna.

Netflix gaf út nýja stiklu fyrir Arrested Development fyrr í dag og það ætti að gleðja marga að sjá hina ýmsu gamalkunnu kæki hjá gamalkunnum andlitum í myndbandinu hér að neðan. Fyrstu stikluna fyrir þættina má sjá hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson