Lék sér við tígrisdýr sem barn

Salma Hayek
Salma Hayek mbl.is/AFP

Salma Hayek átti tígrísdýr að nafni Rambó sem gæludýr þegar hún var barn.

Hin 46 ára Hayek var gagntekin af stóra kettinum og lék sér oft við hann inni á heimilinu.

Seinna eignaðist Hayek tvö önnur tígrisdýr sem henni þótti afar vænt um. Hayek var miður sín þegar stóru kettirnir dóu.

„Eitt tígrisdýrið festist í loftræstikerfinu og drapst. Annað tígrisdýrið var skapstórt þannig að við þurftum að losa okkur við það. Hið þriðja, Rambó, tígrisdýr lífs míns var lítil elska. Í þrjú ár lékum við okkur saman heima. Ég get ekki talað um hvernig hann dó, það er of erfitt,“ sagði Hayek í viðtali við New York Post dagblaðið.

Þetta eru ekki einu óvenjulegu gæludýrin sem leikkonan hefur átt en Hayek fékk eitt sinn tvo apa að gjöf frá leikaranum Antonio Banderas.

„Áður en ég eignaðist barn snerist líf mitt um dýr. Ég svaf með fjóra hunda uppi í rúmi hjá mér en aparnir sváfu í opnu búri. Annar þeirra slapp út og var étinn af ketti,“ sagði Hayek sem á í dag fimm ára stelpu með eiginmanni sínu, Francois-henri Pinault.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant