Munnmök Goslings heilluðu femínista

Ryan Gosling á frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar, The Place Beyond …
Ryan Gosling á frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar, The Place Beyond The Pines í New York í mars. AFP

Hollywood-leikarinn Ryan Gosling sem staddur er hér á landi á sér ólíklegan hóp aðdáenda: Femínista. Allt byrjaði það með því að Gosling reiddist kvikmyndaeftirliti Bandaríkjanna fyrir að setja aldurstakmark á kvikmynd þar sem karl veitti konu munnmök.

Að vissu leyti má segja að Gosling sé hinn dæmigerði Hollywood-leikari. Hann er myndarlegur, vaxinn eins og hann sé „fótósjoppaður“ (ath: tilvísun í eina af hans kvikmyndum!) og virðist ráða við ólík hlutverk, í gamanmyndum jafnt sem spennumyndum. Og það er ekki erfitt að hrífast. Gosling mætir með mömmu sína á rauða dregilinn, stöðvar slagsmál á götum úti og fer fögrum orðum um fyrrverandi kærustur og samstarfskonur. Sannkölluð ofurhetja í hverdagslífinu jafnt sem á hvíta tjaldinu.

Það var þó ekki fyrr en hann fór að tala um munnmök sem femínistar féllu fyrir honum.

Árið 2010 varð það opinbert að setja ætti 17 ára aldurstakmark á kvikmyndina Blue Valentine en í þeirri mynd lék Gosling á móti Michelle Williams. Myndin fjallar um ung hjón sem eiga í erfiðleikum í sambandi sínu. Gosling varð pirraður að heyra um aldurstakmarkið og í stað þess að ganga brosandi eftir rauða dreglinum á frumsýningunni og láta eins og ekkert hefði í skorist var hann hreinskilinn í viðtölum um að kvikmyndin hefði fengið strangari aldurstakmark vegna atriðis þar sem hann veitir Michelle munnmök. Hann benti svo á að myndir þar sem kona veitir karli munnmök séu leyfðar til sýninga fyrir alla aldurshópa. Væri kynjahlutverkunum snúið við væri staðan önnur.

„Í kvikmyndinni Black Swan sjást konur gefa hvor annarri munnmök og sú mynd var leyfð til sýninga fyrir alla aldurshópa,“ benti Gosling ennfremur á. „En í okkar mynd þegar eiginmaður veitir eiginkonu sinni munnmök er hún bönnuð fólki yngri en 17 ára?!“

Konur víða um heim tóku undir með Gosling - jafnvel þær sem aldrei höfðu séð umrætt atriði.

Gosling lögð orð í munn

Ekki leið á löngu áður en Gosling var orðinn heitt umræðuefni í spjallsíðum femínista á netinu. S<a href="http://fuckyeahryangosling.tumblr.com/" target="_blank">ett hafði verið á fót bloggsíða</a> þar sem myndir af leikaranum fjallmyndalega voru birtar og á þær ritaðar setningar, nokkurs konar pikköpp-línur, sem allar hófust á orðunum: „Hæ stelpa“ (e. Hey girl). Síðan er enn mjög vinsæl en þar geta lesendur sjálfir sent inn myndir sem eru margar hverjar bráðskemmtilegar. Setningarnar, sem eru ekki í raun frá Gosling komnar, eru t.d. á þessum nótum: „Hæ stelpa. Við skulum kúra á sófanum. Segðu mér frá deginum þínum.“

<span>  Einn femínisti tók þetta svo skrefinu lengra og stofnaði bloggsíðuna </span><a href="http://feministryangosling.tumblr.com/" target="_blank">Feminist Ryan Gosling.</a><span> „Það var svalt af honum að setja málið upp með þessum hætti,“ segir stofnandi bloggsins um gagnrýni Goslings á kvikmyndaeftirlitið en stofnandinn,</span><span> Danielle Henderson er framhaldsnemi í kynjafræði við Háskólann í Wisconsin. Bloggið stofnaði hún sem nokkurs konar tilraun sem hún vonaði að fólk gæti í það minnsta skemmt sér yfir. </span><span>Henderson tók „hæ stelpa“-æðið þar með á næsta stig og lagði Gosling femínískar kenningar í munn.</span>

<span>Ekki minnkuðu vinsældir hans í kjölfar viðtals á MTV-sjónvarpsstöðinni þar sem hann var látinn lesa nokkrar setningar af myndunum frægu. Gosling flissaði strákslega við lesturinn og roðnaði:</span>

<iframe frameborder="0" height="315" src="http://www.youtube.com/embed/LC55dYHq7Fc" width="420"></iframe>

Blogg Henderson náði fljótt gríðarlegum vinsældum - langt út fyrir raðir femínista. Í fyrra kom svo út bók hennar: <span>Feminist Ryan Gosling: „Feminist Theory as Imagined From Your Favorite Sensitive Movie Dude”.</span>

<span> </span><span>Henderson er stoltust af því að hafa sýnt fram á að femínistar geta verið sniðugir og fyndnir enda sé orðræðan yfirleitt á hinn bóginn. Um leið tókst henni svo að vekja athygli á kenningum kynjafræðanna.</span>

 „Hann hlær að sjálfum sér, hann er góður í starfi sínu, hann segir fallega hluti um fólk og honum er annt um félagslegt jafnrétti. Hann hefur barist fyrir mannréttindum í Darfur í Súdan og gengur í bolum með mynd af Obama,“ segir Henderson um Gosling.

<h3>Sett í Gosling-bindindi</h3>

 <span>Amelia McDonell-Parry, ritstjóri kvennabloggsins Frisky segir viðtalið við Gosling á MTV í uppáhaldi. Hún segir ástæðu þess að hann er vinsæll meðal greindra, sjálfstæðra kvenna þessa: „Hann var þegar orðinn vinsæll er hann fór að lýsa yfir femínskum skoðunum sínum, en þegar hann gerði það, þá fengum við skyndilega vitsmunalega réttlætingu fyrir því að dýrka hann.“</span>

Svo mikill var áhugi McDonell-Parry á leikaranum að samstarfsfólk hennar setti hana í Gosling-bindindi. Hún mátti ekkert lesa eða skrifa um hann í tvo mánuði. Það læknaði hana ekki af Gosling-æðinu sem hún segist haldin bæði vegna þess hvernig hann hegðar sér og hvernig hann lítur út. „Ef hann tæki upp ástarsamband við úkraínska fyrirsætu sem talaði enga ensku myndi ég komast yfir hann.“

<h3>Hefur aldrei sagt „hæ stelpa“</h3>

Gosling hefur að því er næst verður komist aldrei lýst því yfir opinberlega að hann sé femínisti en það er hugsanlega hluti af aðdráttarafli hans - gjörðir hans sýna einfaldlega hvernig hann er þenkjandi. Í mars á þessu ári ræddi hans svo í fyrsta sinn um „hæ stelpa“-myndirnar sem hafa orðið að svokölluðu internet „meme“. Hann segist aldrei nokkru sinni hafa sagt „hæ stelpa“ enda líti hann svo á að myndirnar vinsælu snúist ekki beinlínis um hann sjálfan. Þær hafi sjálfstætt líf.

Til að sannfærast endanlega um hversu vel gerður drengur Gosling er skaltu horfa á hann hér að neðan taka feimnislega fréttum af því þegar nýsjálensk kona hóf að framleiða viskustykki með andiliti hans á og ógleymanlegum setningum:

<iframe frameborder="0" height="315" src="http://www.youtube.com/embed/PCQeKU1t1do" width="560"></iframe>
Ryan Gosling ásamt hundinum sínum George í þættinum Late Night …
Ryan Gosling ásamt hundinum sínum George í þættinum Late Night með Jimmy Fallon í júlí árið 2011. AFP
Ryan Gosling kyssir danska leikstjórann Nicolas Winding Refn beint á …
Ryan Gosling kyssir danska leikstjórann Nicolas Winding Refn beint á munninn í Cannes árið 2011 en þeir unnu saman að myndinni Drive. AFP
Kyntákn - og tákn femínisma.
Kyntákn - og tákn femínisma. AFP
Ryan Gosling ásamt meðleikurum myndarinnar Blue Valentine í Cannes árið …
Ryan Gosling ásamt meðleikurum myndarinnar Blue Valentine í Cannes árið 2010. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason