Tökur á Game of Thrones hafnar

Tökur á fjórðu seríu þáttaraðarinnar sívinsælu Game of Thrones hófust hérlendis í gær. Þættirnir teljast seint með smáu sniði, en í fyrstu þremur seríunum komu fram 162 karakterar, auk fjölda statista, og er umfang takanna hérlendis í takti við það.

Samkvæmt upplýsingum frá Snorra Þórissyni, framkvæmdastjóra kvikmyndafyrirtækisins Pegasusar koma tæplega 300 manns að gerð þáttanna hérlendis. „Stærri hluti hópsins eru Íslendingar, þetta eru starfsmenn Pegasusar og verktakar í okkar umsjá,“ segir Snorri.

Um sextíu statistar hafa verið ráðnir til að koma fram í þáttunum og segir Snorri þann hóp eðlilega hafa verið ánægðan með hlutskipti sitt. Munu tökur standa fram til 1. ágúst og því um að gera að reyna að koma auga á stjörnur þáttanna áður en þær hverfa af landi brott.

Fregnir herma að þegar hafi sést til Maisie Williams og Gwendoline Christie, sem fara með hlutverk Arya Stark og Brienne af Tarth, í miðbænum í gær og fyrradag.

Ekki fékkst staðfest hjá Pegasus hvar tökurnar fara fram, en heimildir mbl.is herma að tekið verði upp á Þingvöllum, í Þjórsárdal og á Hengilssvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson