Þegar Jennifer Lawrence hitti hetjuna sína

Hver man ekki eftir því þegar Jennifer gaf pressunni puttann ...
Hver man ekki eftir því þegar Jennifer gaf pressunni puttann á Óskarnum.

Á mínútu 2:30 í myndbandinu hér að neðan má sjá Óskarsverðlaunahafann Jennifer Lawrence fá stjörnur í augun yfir leikaranum Jeff Bridges á rauða dreglinum á Comic-Con. Jennifer Lawrence hefur orðið þekkt fyrir alþýðlegt viðmót sitt og í stað þess að valsa upp að honum og kynna sig hleypur hún í fyrstu feimin í burtu. Hún tekur sig þó saman í andlitinu að lokum og stelur viðtalinu við Bridges en af viðtalinu að dæma er hún mikill aðdáandi The Big Lebowski. 

Enn skemmtilegra augnablik átti sér stað á Óskarnum í febrúar þegar Jennifer hitti Jack Nicholson.

mbl.is

Bloggað um fréttina