Hross í oss keppir í San Sebastián

Hross í oss
Hross í oss

Fyrsta kvikmynd Benedikts Erlingssonar í fullri lengd, Hross í oss, hefur verið valin til þátttöku á San Sebastián International Film Festival.

Myndin mun keppa í flokkinum New Directors Section um Kutxa-New Directors verðlaunin sem felur í sér peningaverðlaun uppá 50.000 evrur (sem vinningshafi deilir með spænskum dreifingaraðila).

San Sebastián hátíðin fer fram í borginni Donostia-San Sebastían í Baskalandi á Spáni. Hún er ein af fjórtán svokallaðra „A“ hátíða. Hátíðin verður haldin í 61. skipti frá 20. til 28. september, segir í tilkynningu.

Hross í oss er grimm sveitarómantík um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum. Ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum. Örlagasögur af fólki í sveit frá sjónarhól hestsins,“ segir enn fremur í tilkynningu.

Benedikt Erlingsson leikstýrir myndinni og skrifar jafnframt handrit hennar. Framleiðandi er Friðrik Þór Friðriksson. Meðframleiðandi er hinn þýski Christoph Thoke. Í aðalhlutverkum eru Ingvar E. Sigurðsson, Charlotte Bøving, Kristbjörg Kjeld, Steinn Ármann Magnússon og Helgi Björnsson. Kvikmyndataka er í höndum Bergsteins Björgúlfssonar, Davíð Þór Jónsson semur tónlist myndarinnar og Davíð Alexander Corno klippir hana.

Hross í oss verður frumsýnd hér á landi þann 28. ágúst næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler