Matt Damon er lentur

Matt Damon er kominn til Íslands.
Matt Damon er kominn til Íslands. mbl.is/AFP

Leikarinn Matt Damon lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir sjö í morgun en hann var farþegi með Icelandair-vél sem kom frá Seattle. Með honum í för var aðstoðarmaður hans og sátu þeir á Saga Class eins og rokkstjörnum sæmir. 

Damon er hingað kominn til þess að fara með aðalhlutverkið í kvikmynd Chistopher Nolan, Interstellar. Tökur á myndinni fara fram á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og hefur mbl.is heimildir fyrir því að hann sé kominn austur á tökustað.

Meðleikkona hans, Anne Hathaway, kom til landsins frá New York á mánudagskvöld. Auk þeirra fer Matthew McConaughey með aðalhlutverk í myndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson