Yfirgefinn fílsungi grét í fimm tíma

Fílsunginn var rauðleitur og tárvotur um augun.
Fílsunginn var rauðleitur og tárvotur um augun.

Fílsungi í dýragarði í Kína „grét“ í fimm klukkustundir eftir að móðir hans réðst á hann og yfirgaf.

Atvikið gerðist í Shendiaoshan-dýragarðinum í Rongcheng í Kína, en fílskýr steig á afkvæmi sitt skömmu eftir fæðingu. Dýralæknar í garðinum töldu í fyrstu að um slys hefði verið að ræða og fóru því með ungann aftur til móðurinnar eftir að þeir höfðu gert að sárum hans. Móðirin réðst hins vegar aftur á ungann og var hann því fjarlægður.

Huffington post greinir frá þessu.

Unginn var í miklu uppnámi og „grét“ í fimm klukkustundir áður en tókst að hughreysta hann að sögn starfsmanns í dýragarðinum.

Starfsmenn dýragarðsins tóku ungann því að sér og hafa séð um hann. Hefur hann nú hlotið nafnið Zhuang Zhuang. 

Vísindamenn við háskólann í Santa Barbara í Kaliforníu segja það vera háð skilgreiningu á hugtakinu „grátur“ hvort hægt sé að ræða um það hvort fílar gráti eða ekki. Flest landspendýr framleiða tár til þess að hindra að augun þorni upp, en rannsóknir sýna einnig að fílar upplifa margskonar tilfinningar, þar á meðal sorg. Þá eru fílar þekktir fyrir að syrgja hina látnu á svipaðan hátt og mannfólk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson