Hungurleikastjarna í hlutverki Agnesar?

Jennifer Lawrence er þekkt fyrir að leika sterkar konur.
Jennifer Lawrence er þekkt fyrir að leika sterkar konur. AFP

Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að Hungurleikastjarnan og Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence sé orðuð við hlutverk í kvikmynd um sögu Agnesar og Friðriks, síðasta fólksins sem tekið var af lífi hér á landi árið 1830.

Kvikmyndin yrði gerð eftir bók ástralska rithöfundarins Hönnuh Kent, Burial Rites. Í frétt Examiner segir að vonast sé til þess að Gary Ross, sem leikstýrði Hungurleikunum, leikstýri myndinni um Agnes og Friðrik.

 Í mars 1828 myrtu þau Sigríður Guðmundsdóttir, Agnes Magnúsdóttir, vinnukona á Illugastöðum, og Friðrik Sigurðsson frá Katadal Natan Ketilsson. Agnes og Friðrik voru hálshöggvin 12. janúar 1830 og var það síðasta aftaka Íslandssögunnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant