Ljóðin taka af stað frá Hlemmi

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur.
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Í október verður haldin önnur Lestrarhátíðin í Reykjavík, Bókmenntaborg UNESCO. Hátíðin í ár nefnist Ljóð í leiðinni og er tileinkuð borgarljóðum.

Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, setur hátíðina á Hlemmi á morgun, þriðjudaginn 1. október kl. 11.

Í tilefni hátíðarinnar opnar borgarstjóri Ljóðakort Reykjavíkur sem er verkefni á vegum Borgarbókasafnsins. Nemendur í 6. bekk Langholtsskóla frumflytja nýtt Reykjavíkurlag sem þeir sömdu fyrir hátíðina og ljóðabókin, Ljóð í leiðinni: Skáld um Reykjavík, kemur formlega út. Bókaforlagið Meðgönguljóð stendur að útgáfu bókarinnar en hún hefur að geyma 27 borgarljóð eftir jafn mörg skáld, flest ort í tilefni Lestrarhátíðar.

Ljóðin munu bókstaflega flæða um borgina allan mánuðinn því ljóð og ljóðlínur verða birt utan á strætó, inni í strætisvögnum, á biðskýlum og á veggspjöldum hér og þar um borgina. Það má líka vera með ljóðin í vasanum á leið um borgina, því þau munu birtast á farsímavef Bókmenntaborgarinnar, m.bokmenntaborgin.is.

Lestrarhátíð er mánaðarlöng hátíð og er henni ætlað að verða árlegur viðburður í Bókmenntaborginni. Þetta er grasrótarhátíð og því geta allir þeir sem vilja bjóða upp á viðburði og dagskrá sem tengist þemanu hverju sinni tekið þátt, segir í fréttatilkynningu.

Borgarbúar eru hvattir til að taka þátt í hátíðinni með beinum hætti með því að nota myllumerkið (hashtag) #lestrarhatid og setja inn ljóð, ljóðlínur eða ljóðrænar myndir á samfélagsvefina Facebook, Twitter og Instagram. Úrval þess efnis verður síðan birt á vef Bókmenntaborgarinnar, bokmenntaborgin.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson