Benedikt besti leikstjórinn

Benedikt Erlingsson og Ingvar E. Sigurðsson sem fer með aðalhlutverk …
Benedikt Erlingsson og Ingvar E. Sigurðsson sem fer með aðalhlutverk í myndinni Hross í oss. mbl.is/Golli

Benedikt Erlingsson var útnefndur besti leikstjórinn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tókýó í dag. Verðlaunin hlýtur hann fyrir fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, Hross í oss, sem tók þátt í aðalkeppni hátíðarinnar.

Hross í oss hefur nú tekið þátt í tveimur „A“ kvikmyndahátíðum og hlotið leikstjóraverðlaun á báðum þeirra, en Benedikt var valinn besti nýi leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í San Sebastián.

Næst á dagskrá hjá Hross í oss er þátttaka í Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck í Þýskalandi þar sem hún mun vera opnunarmynd hátíðarinnar. Hross í oss er einnig framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2014 en Akademían bandaríska mun tilkynna allar tilnefningar þann 16. janúar 2014.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson