Ósáttir aðdáendur Jacksons

Aðdáendur poppstjörnunnar Michaels Jacksons mótmæltu í gær lausn læknisins Conrads Murrays úr fangelsi. Murray hafði afplánað tvö ár af fjögurra ára fangelsisdómi sem hann hlaut í nóvember 2011 fyrir manndráp af gáleysi. Aðdáendur höfðu til dæmis útbúið skilti með áletrunum á þá leið að Murray væri morðingi.

Jackson lést 25. júní 2009 eftir að Murray sem var einkalæknir söngvarans gaf honum banvænan skammt af deyfilyfjum. Hann var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi og afplánaði dóm sinn í fangelsi í Los Angeles. 

Valerie Wass, lögmaður Murrays, sagði í kjölfarið vona að Murray fái næði til að aðlagast á ný lífi sem frjáls maður. „Trúið mér, eftir að hafa verið læstur inni á þessum stað þá er það mikið áfall að vera frjáls maður á ný.“ Hún sagði að Murray muni einbeita sér að fjölskyldu sinni og hvatti fjölmiðla til að veita honum það svigrúm sem hann þarfnast.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson