Einstök upplifun í Eldborg

Kraftverk í Hörpu
Kraftverk í Hörpu Ljósmynd/Alexander Matukhno

Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni lauk með tónleikum og þrívíddarsýningu þýsku rafhljómsveitarinnar Kraftwerk í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi.

„Hátíðin hefur gengið alveg frábærlega. Það voru margir flottir viðburðir, frá þeim smæstu til hinna stærstu. Það er örugglega mat hvers og eins hvað var markverðast en það var gaman að upplifa Ólaf Arnalds og Sinfóníuna í Hörpu og Kraftwerk,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri hátíðarinnar.

Um 4.500 útlendingar hafi komið hingað til lands vegna hátíðarinnar. Grímur segir að það sé íslensk tónlist sem kveiki áhugann hjá útlendingum að koma á hátíðina enda séu 156 af rúmlega 200 hljómsveitum sem komu fram íslenskar.

„Það voru margir að fylgjast með nýstirnunum sem vinna Músíktilraunir því það hafa komið út úr þeim bönd sem hafa verið öflug, eins og Of Monsters and Men,“ segir hann.

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir úr hljómsveitinni FM Belfast sem spilaði í Silfurbergi á laugardagskvöld segir að hátíðin í ár hafi verið sú best skipulagða frá bæjardyrum hljómsveitanna séð. „Það eru allir ánægðir og ótrúlega vel að þessu staðið,“ segir hún en þetta var í sjöunda skipti sem hljómsveitin kemur fram á hátíðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant