Hvað með karlréttindin?

Anna Marsibil Clausen
Anna Marsibil Clausen

Þrátt fyrir að forsíðufyrirsæta Monitor þessa vikuna sé rétt skriðin úr menntaskóla verð ég að viðurkenna að ég lít mikið upp til hennar. Hún hefur tekið náttúruhæfileika sína og notað þá til að berjast fyrir einhverju sem hún trúir á, jafnrétti kynjanna. Jafnréttisbaráttan er gríðarlega mikilvægt og áhugavert málefni. Baráttan fyrir réttindum kvenna á sér marga ötula talsmenn og því ætla ég nú, þó það sé síður til þess fallið að afla mér vinsælda, að vekja máls á málefni sem mér finnst stundum gleymast innan jafnréttisumræðunnar, karlréttindi.

Baráttan gegn staðalímyndum í fegurð kvenna er fyrirferðarmikil. En heyrist einhver taka upp hanskann fyrir menn með hárlos og segja „Skalli er fallegur,“? Konum er sagt að elska eigin líkama sama hvernig hann lítur út en er einhver duglegur að segja karlmönnum að bogadregnar bjórbumbur séu sexý? Og hvers eiga lítil typpi að gjalda?

Það er kannski auðvelt að taka vandamál við líkamsímynd karlmanna ekki alvarlega en hvað með lækkandi menntunarstig? Skólakerfið okkar er kannski hannað af karlmönnum en það hefur brugðist þeim og sífellt fleiri ungir menn hrökklast frá námi ár hvert án þess að nokkuð sé að gert.

Annað vandamál er að samfélagsumræðan segir okkur að konur geti ekki nauðgað karlmönnum og að karlmenn eigi bara að hrósa happi fái þeir kynferðislega athygli frá kvenmönnum.  Sé karlmanni nauðgað af öðrum karlmanni vegur það að karlmennsku fórnarlambsins samkvæmt þeim stöðlum sem samfélagið býður upp á. Ég þykist þess viss að ófáir karlmenn hafi borið harm sinn í hljóði einmitt af þeim sökum. Svo eru það forræðismálin. Afhverju er það svo sjálfsagt að mæður fái forræði yfir börnum sínum fram yfir feðurna? Hefur líffræðileg geta til að fæða barn eitthvað með getuna til að elska og annast börn að gera?

Ég kalla eftir karlréttindahreyfingu, ekki til höfuðs kvenréttindum heldur til höfuðs misrétti. Kannski þurfa karlmenn sem hópur að taka sig saman og átta sig á misréttinu sem samfélagið beitir þá til að geta skilið það misrétti sem margar, ef ekki allar konur, finna á eigin skinni einhvern tíma á lífsleiðinni.

Kærlig hilsen
Anna Marsý

annamarsy@monitor.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson