Þakkaði „fyrrverandi“

Leikarinn Michael Douglas.
Leikarinn Michael Douglas. mbl.is/AFP

Leikarinn Michael Douglas þakkaði Catherine Zeta-Jones fyrir stuðninginn þegar hann tók við verðlaunum fyrir  leik sinn í Behind the Candelabra á Golden Globe-verðlaunaafhendingunni.

Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones skildu í ágúst en nú velta þeir sem til þekkja því fyrir sér hvort þau séu mögulega að búin að ná saman á ný. Hún var þó ekki með honum á Golden Globe hátíðinni.

Hann þakkaði einnig börnum þeirra Zeta-Jones, Dylan, Carys og syni sínum Cameron, sem er þessa stundina í fangelsi.

Ræða hans endaði á því að hann sagði: „Til Catherine, Carys, Cameron og Dylan – ég sendi ykkur alla mína ást.“

Samkvæmt heimildum Daily Mail greindi hann frá því á laugardaginn að Catherine Zeta-Jones myndi ekki koma með honum á verðlaunaafhendinguna. „Hún er með börnin í fríi. En það er allt í góðu,“ sagði Douglas.

Leikarinn Michael Douglas á Golden Globe-verðlaunaafhendingunni.
Leikarinn Michael Douglas á Golden Globe-verðlaunaafhendingunni. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant