Náttúruöfl eru þemað í Lego-keppninni

Náttúruöfl eru þemað í Lego-keppninni.
Náttúruöfl eru þemað í Lego-keppninni. Eggert Jóhannesson

Um 150 grunnskólanemar, flestir utan af landi munu leggja leið sína í Háskólabíó í dag því þar fer fram keppnin First Lego League. Þetta er áttunda árið í röð sem keppnin, sem er tækni- og hönnunarkeppni, er haldin hér á landi. Á meðal þess sem nemendur gera er að gera vísindalegar rannsóknir og að forrita vélmenni. Það lið sem sigrar keppir á Evrópumóti First Lego í maí 2014.

Nemendur hafa undirbúið sig vandlega fyrir keppnina síðan í nóvember og hafa margir grunnskólar boðið upp á valfag sem tengist undirbúningi keppninnar. Keppt er í liðum sem samanstanda af 6-10 nemendum á aldrinum 9-16 ára og hverju liði fylgir einn fullorðinn liðsstjóri. „Markmiðið er að vekja hjá ungu fólki löngun til að skara fram úr á sviði tækni og vísinda,“ segir Dagrún Briem, kynningarstjóri Verkfræði og náttúruvísindasviðs.

Til þess eru unnin ýmis verkefni sem nemendum þykja spennandi þar sem haft er að leiðarljósi að efla færni þeirra í vísindum, verkfræði og tækni auk þess að örva áhuga þeirra á að búa til eitthvað nýtt og þar kemur tölvustýrða Lego-vélmennið sterkt inn.

Verkfræði- og náttúruvísindasvið hefur haldið keppnina síðustu fimm árin en dálítil nýbreytni er þó í ár því Menntavísindasvið kemur einnig að keppninni.

„Okkur fannst alveg tilvalið að nýta þá krafta sem eru hér innanhúss, sérstaklega þá þekkingu sem er til í tengslum við grunnskólana og skólakerfið,“ segir Dagrún sem fagnar samvinnu sviðanna.

Vélmenni í þrautabraut

Á hverju ári er eitthvert ákveðið þema sem unnið er með. „Í fyrra var það lausnir fyrir eldri borgara og hefur verið heilbrigðistengt en í ár er það náttúruöfl. Þátttakendur fá sent ákveðið verkefni sem þeir þurfa að leysa. Krakkarnir þurfa að smíða og forrita vélmenni úr tölvustýrðu Mind Storms Lego og þetta vélmenni er forritað til að leysa fyrirfram ákveðna þraut og tengist þemanu og þau safna stigum þegar þau leysa þrautina. Þau þurfa þá að forrita vélmennið þannig að það fari eftir ákveðinni braut, komist framhjá hindrunum og eftir því sem það nær að leysa fleiri verkefni þeim mun fleiri stig fær liðið,“ segir Dagrún.

Það er þó aðeins einn þáttur keppninnar sem hefst klukkan 9 á lagardagsmorgninum og lýkur með verðlaunaafhendingu klukkan 16.15 sama dag.

Annað sem þátttakendur þurfa að gera í keppninni er að vinna vísindalegt rannsóknarverkefni á einhverju efni sem tengist þemanu.

„Á meðan þau eru að vinna þetta verkefni halda þau ítarlega dagbók um undirbúninginn fyrir keppnina og þurfa að kynna hana í keppninni sjálfri. Þau þurfa bæði að kynna rannsóknarverkefnið og hvernig þau forrituðu vélmennið. Síðasti þátturinn í keppninni er að þau þurfa að koma með frumsamið skemmtiatriði,“ segir Dagrún.

Landsbyggðarskólar virkir

Flestir þátttakendurnir eru 12 til 13 ára gamlir og athygli kann að vekja að flestir koma þeir af landsbyggðinni og einungis tveir skólar af höfuðborgarsvæðinu taka þátt. Alls koma nemendur úr fjórtán skólum og er þátttakan með eindæmum góð þetta árið. „Við köllum eftir því að fá fleiri þátttakendur af höfuðborgarsvæðinu því það er öllum boðið að vera með. Við hvetjum kennara og skólastjórnendur til að koma og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig,“ segir Dagrún.

Það verður því mikið fjör og margt um að vera í Háskólabíói sem í dag verður undirlagt af nemendum, vísindum og nýstárlegum hugmyndum. Í raun er opið hús og eru allir áhugasamir, ungir sem aldnir hvattir til að leggja leið sína í Háskólabíó. Að sögn Dagrúnar nær dagskráin hámarki á milli klukkan 13 og 14.

Frá Lego keppninni.
Frá Lego keppninni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler