Shirley Temple látin

Hollywood-leikkonan, söngkonan og dansarinn Shirley Temple er látin, 85 ára að aldri. Temple hóf kvikmyndaferil sinn árið 1932 er hún var aðeins þriggja ára. Árið 1934 varð hún stórstjarna í kvikmyndinni Bright Eyes en hún var ein skærasta barnastjarna kvikmyndasögunnar.

Þá fór hún einnig með hlutverk í myndunum Curly Top og Heidi

Temple reyndi síðar fyrir sér í pólitík. Hún bauð sig m.a. fram til þings árið 1967. Árið 1974 varð hún sendiherra Bandaríkjanna í Gana og í Tékkóslóvakíu árið 1989.

Hún gaf út ævisögu sína árið 1988, Child Star.

Shirley lést í gær í Kaliforníu. „Hún var umkringd fjölskyldu sinni,“ segir í fréttatilkynningu frá fjölskyldu leikkonunnar. „Við hyllum hana fyrir þann ótrúlega árangur sem hún náði sem leikkona, okkar elskuleg móðir, amma og langamma.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant