Hlupu upp 120 hæðir og klifruðu svo á toppinn

Úr myndbandinu

Í síðustu viku fjallaði Monitor um hóp franskra ofurhuga sem gengu á línu milli tveggja loftbelgja og tóku það upp á myndband. Nú gengur hins vegar manna á milli á netinu myndband af rússneskum ofurhugum sem skella sér á topp næsthæstu byggingar heims, Shanghai Tower í Shanghai. 

Í myndbandinu sést hvernig Þeir Vitaliy Raskalov og Vadim Makhorov, búnir GoPro-myndavélum og stórum skammti af hugrekki, klifra upp á topp turnsins án alls öryggisbúnaðar, en turninn er 632 metrar að hæð eða 121 hæð. 

Hafist var handa við að byggja turninn í nóvember 2008 og er áætlað að hann verði tilbúinn og opinn almenningi á næsta ári. 

Nú leitar lögreglan í Shanghai mannanna en þeir fóru upp í turninn í leyfisleysi og er það litið mjög alvarlegum augum. 

Mennirnir náðu að komast óséðir inn í bygginguna og hlupu upp á 120 hæð svo þeir gætu klifrað upp á topp turnsins.

„Það tók okkur næstum því tvo tíma að komast upp á 120. hæð. Síðan vorum við í næstum því 18 tíma á toppnum að bíða eftir betra veðri til þess að klifra,“ segir Raskalov á vefsíðu sinni.

Myndband rússnesku ofurhuganna má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant