Ofurfyrirsæturnar með endurkomu

Fyrirsætan Cindy Crawford.
Fyrirsætan Cindy Crawford. mbl.is/AFP

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell sagði frá því á dögunum að upprunalegu „ofurfyrirsæturnar“ væru að fara að koma saman fyrir leynilegt verkefni.

Þar er Naomi Campbell að meina þær Cindy Crawford, Christy Turlington, Lindu Evangelista, Stephanie Seymour, Kate Moss, Claudiu Schiffer og sjálfa sig.

„Við erum að fara að vinna saman eftir nokkrar vikur. Ég get ekki sagt ykkur meira,“ sagði Campbell samkvæmt heimildum HELLO!

Campbell sagði að þær hefðu verið aðalfyrirsætur níunda áratugarins og lýsti því sem tímabili sem yrði aldrei jafnað.

„Ég var í hópi frábærra kvenna og ég held að það verði aldrei til svona hópur af konum aftur. Það mun gerast að það verði ein þarna og önnur annars staðar en sem heild held ég að þetta verði aldrei svona aftur,“ sagði Campbell.

Aðspurð hvað það hefði verið sem gerði þær að ofurfyrirsætum sagði Campbell: „Ég held að það hafi bara verið þetta tímabil og hönnuðirnir. Við vorum með Gianni Versace, Azzedine Alaia, Marc Jacobs, Calvin Klein, Ralph Lauren. Öll þessi tískuhús vildu nota okkur á sama tíma.“

Fyrirsætan Naomi Campell.
Fyrirsætan Naomi Campell. mbl.is/AFP
Christy Turlington.
Christy Turlington. mbl.is/AFP
Linda Evangelista.
Linda Evangelista. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler