Pharrell Williams grét hjá Opruh Winfrey

Tónlistarmaðurinn Pharrell Williams.
Tónlistarmaðurinn Pharrell Williams. mbl.is/AFP

Tónlistarmaðurinn Pharrell Williams samdi mögulega hamingjuríkasta lag ársins, en tárin láku úr augunum á honum í viðtali hjá spjallþáttastjórnandanum Opruh Winfrey á dögunum.

Samkvæmt heimildum Daily Mail heltóku tilfinningarnar tónlistarmanninn sem grét í miklum tilfinningarússíbana er honum var sýnt samklippt myndband af einstaklingum um allan heim dansa við lag hans Happy og eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þá er meðal annars hægt að sjá myndbrot af fólki á Íslandi að dansa við lagið.

„Af hverju er ég að gráta hjá Opruh Winfrey?“ sagði tónlistarmaðurinn í gegnum tárin og bætti við: „Þetta er svo yfirþyrmandi af því að ég elska það sem ég geri og mér þykir svo vænt um að fólk hefur haft trú á mér í svo langan tíma og að ég skuli hafa fengið að upplifa þetta.“

Meðfylgjandi er brot úr þættinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler