Swift og Dunham - bestu vinkonur

Leikkonan, leikstjórinn og rithöfundurinn Lena Dunham.
Leikkonan, leikstjórinn og rithöfundurinn Lena Dunham. mbl.is/AFP

Söngkonan Taylor Swift og Lena Dunham, heilinn á bakvið Girls þættina, urðu vinkonur í gegnum Twitter í nóvember á síðasta ári, þegar Dunham sagði í samtali við V tímaritið að hún væri mikill aðdáandi Swift. „Ég sendi henni skilaboð. Ég sagði bara við hana að ég væri mikill aðdáandi hennar og að lögin hennar hefðu náð til mín og hjálpað mér í gegnum erfið tímabil,“ sagði Dunham í janúar í viðtali við V.

Dunham hefur alltaf verið mikill aðdáandi Swift, en hún viðurkenndi það í Glamour á dögunum. „Ég get hringt í hana og og sent henni smáskilaboð hvenær sem er. Hún hjálpar mér að vera sterk og taka góðar ákvarðanir. Hún hefur ótrúlega skapandi innsýn. Hún lætur engan segja sér fyrir verkum og segir að maður sjálfur er í betri tengslum við sitt vörumerki en nokkur annar,“ sagði Dunham í Glamour.

Swift talaði einnig vel um Dunham í viðtali í Great American Country tímaritinu: „Lena Dunham er stúlka sem er svo ótrúlega hæfileikarík. Hún er rithöfundur, leikstjóri og leikkona sem leikur aðalhlutverkið í Girls. Það er uppáhaldsþátturinn minn og vina minna. Það er líka ótrúlegt að hún sé svona ung og gerir þetta allt. Það að hún hlusti á tónlistina mína er frábært fyrir mig,“ sagði Swift.

Það er spurning hvort að söngkonan fái gestahlutverk í þáttunum.

Söngkonan Taylor Swift.
Söngkonan Taylor Swift. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson