Sekt fyrir að leyfa konunni að keyra

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. AFP

28 ára gamall karlmaður í Saudi Arabíu fékk háa sekt síðastliðinn fimmtudag fyrir þá sök að hafa leyft eiginkonu sinni að aka bifreið hans. Þá lagði lögregla hald á bifreiðina í sjö daga. Fréttaveitan AFP greinir frá þessu í dag en blátt bann er við því í landinu að konur aki bifreiðum.

Ennfremur segir í fréttinni að lögreglan hafi neytt hjónin til þess að undirrita skjal þar sem þau hétu því að fremja slíkt afbrot aldrei aftur. Þá var konan einnig sektuð fyrir að aka án þess að hafa ökuréttindi en sem kona á hún ekki rétt á þeim. Hvergi annars staðar í heiminum er konum bannað að aka bifreiðum segir í fréttinni. Þess utan er þeim skylt að hylja sig frá hvirfli til ilja og þurfa leyfi frá karlkyns forráðamanni til þess að ferðast, vinna og giftast.

Kvenréttindasamtök hafa ítrekað hvatt konur í Saudi Arabíu til þess að hunsa bannið og aka bifreiðum. Margar konur hafa gert það og í sumum tilfellum birt myndbönd af því á netinu. Fáar þeirra hafa hins vegar verið handteknar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson