Strandblak í snjó

Keppendur í snjóblaki eru ekki á stuttbuxum og bíkiníí, heldur …
Keppendur í snjóblaki eru ekki á stuttbuxum og bíkiníí, heldur með ullarhúfur og í lopasokkum. Það getur verið kalt á fjallstoppnum. WILDBILD

Trúlega kannast margir við strandblak þar sem tveir fáklæddir einstaklingar spila gegn tveimur á heitum ströndum úti í hinum suðræna heimi. Nú er hins vegar spilað strandblak í snjó og það helst í meira en tvö þúsund metra hæð í Ölpunum.

Snjóblak var fyrst spilað árið 2009 en nú er þetta orðið töluvert vinsæl íþrótt og var sérstök mótaröð sett á laggirnar á síðasta ári. Stoppar mótaröðin í Austurríki, Þýskalandi, Ítalíu og Sviss þetta árið.

Í vikunni var keppt í Austurríki þar sem 15 þúsund manns mættu til að horfa á strandblak í snjó. Vona skipuleggjendur mótaraðarinnar að mótið geti svo farið víðar um Evrópu og jafnvel um heiminn. Horfa þeir sérstaklega til Bandaríkjana og Austur-Evrópu.

Reglurnar í snjóblaki eru eins og í strandblaki. Tveir spila saman gegn tveimur og má nota þrjár snertingar til að koma boltanum yfir netið. 50 lið voru skráð í mótið í Austurríki þar sem mátti sjá heims- og Evrópumeistara sem og Ulrike Pfletschinger, sem er ein skærasta stjarna Þjóðverja í kvennablaki.

Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins sem kemur í verslanir um páskahelgina.
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins sem kemur í verslanir um páskahelgina. mbl.is
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant