Yfir sig hrifin af hvort öðru

Leikkonan Emilia Clarke.
Leikkonan Emilia Clarke. AFP

Stjörnurnar í Game of Thrones, Emilia Clarke og Kit Harington, eru yfir sig hrifin af hvort öðru og eru vísbendingar um að þau eigi meira að segja í ástarsambandi, að minnsta kosti ef marka má erlenda slúðurmiðla.

Emilia hefur að undanförnu verið að hitta Cory Michael Smith, en þau kynntust þegar þau léku saman í Brakfast at Tiffany's í fyrra.

Heimildir slúðurmiðlanna herma hins vegar að Emilia sé nú orðin yfir sig hrifin af Kit.

„Emilia hefur sagt vinum sínum að þau gætu verið sætt par,“ sagði heimildarmaður Showbiz Spy.

Kit sagðist bera sömu tilfinningar til Emiliu, að sögn heimildarmannsins, sem þýðir að hún stendur frammi fyrir miklum vanda. Hvort hún eigi að velja Kit eða Cory.

Eins og áður sagði herma heimildir að hún sé heilluð af Kit, en hún hefur þó ákveðnar efasemdir um hvort sambandið geti yfir höfuð gengið upp. Þau séu oft á faraldsfæti víða um heim og þá á sitthvorum staðnum.

„Hann er yfirleitt á Íslandi eða Írlandi á meðan hún er í Marokkó eða Króatíu. Henni líður vel með Cory en hún er algjörlega heilluð af Kit,“ sagði heimildarmaðurinn.

Game of Thrones hefur notið afar mikilla vinsældra undanfarin ár en eins og kunnugt er fóru tökur á nýjustu seríu þáttanna að hluta til fram hér á landi.

Stjörnurnar tvær eru þekktar sem Jon Snow og Daenerys Targaryen í þáttunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson