Brandarinn varð að veruleika

Myndin sem fylgdi auglýsingunni.
Myndin sem fylgdi auglýsingunni. Ljósmynd/Samtök norskra fjallgöngumanna

Samtök norskra fjallgöngumanna sendu frá sér tilkynningu 1. apríl síðastliðinn að þeir fjallgöngumenn sem væru á lausu og væru á höttunum eftir maka ættu að bera grænar húfur um páskana á meðan á fjallaklifri stæði. Að sjálfsögðu var um aprílgabb að ræða.

Hins vegar lagðist hugmyndin afar vel í fólk og fyrir vikið hafa samtökin ákveðið að innleiða hana í alvöru samkvæmt fréttavefnum Thelocal.no. „Þetta hófst sem grín á vefsíðunni okkar en vegna mikilla undirtekta á Facebook gerðum við okkur grein fyrir því að þarna var um raunverulega þörf að ræða,“ er haft eftir Ida Amelie Helgesen hjá samtökunum. 

Aprílgabbið fólst í auglýsingu sem birtist á vefsíðunni með þeim skilaboðum að ef fólk ætlaði að fara í fjallgöngu um páskana ætti það ekki að gleyma því að vera með rauða húfu ef það væri í sambandi, græna ef það væri einhleypt og appelsínugula ef það væri tilbúið að skoða málin.

„Það eru margir einhleypir í Noregi sem hafa áhuga á að komast í samband en við erum svolítið feimin. Þannig að það hjálpar að vera með húfu sem sýnir hvort við höfum áhuga eða ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson