Hefur ekki enn hitt Julio Iglesias

Söngvarinn Enrique Iglesias.
Söngvarinn Enrique Iglesias. mbl.is/AFP

Söngvarinn Enrique Iglesias sagði frá því í viðtali á dögunum að hann hefði ekki enn kynnt kærustu sína, fyrrverandi tennisstjörnuna Önnu Kournikova, fyrir föður sínum, söngvaranum Julio Iglesias, þrátt fyrir að þau hafi verið í sambandi í 12 ár.

„Síðustu 14 ár, eða 15 ár hafa flogið burt. Það er eiginlega eina ástæðan fyrir þessu. Það er það eina sem mér dettur í hug, það er ekki honum að kenna og ekki mér að kenna,“ sagði Enrique Iglesias í viðtali við Billboard.

Faðir hans Julio Iglesias hefur ekki aðeins ekki séð kærustu hans heldur sagði frá því á dögunum að hann héldi að hann myndi ekki syngja lag með syni sínum í framtíðinni. „Að syngja með syni mínum gæti komið hallærislega út. Ég held að við munum ekki syngja saman. Ef við syngjum verður það við matarborðið, þegar hann vill að við syngjum saman með börnunum, alveg eins og ég söng með honum er hann var ungur. Ég trúi ekki á það að syngja með börnunum mínum til að auglýsa mig eða okkur,“ sagði faðir hans, söngvarinn Julio Iglesias, samkvæmt heimildum El Universal.

Enrique Iglesias og Anna Kournikova kynntust við tökur er hún lék í tónlistarmyndbandi fyrir hann árið 2001, en gifting virðist ekki vera á stefnuskránni.

„Ég hef aldrei haldið að það að vera í hjónabandi breytti einhverju. Kannski er það af því að foreldrar mínir eru ekki saman í dag, en ég held að þú elskir ekki einhvern meira út af einhverju sem er skrifað á blað. Í dag er það ekki óeðlilegt að eiga börn og vera ekki giftur,“ sagði Enrique Iglesias í samtali við Parade.

Fyrrverandi tennisstjarnan hefur einnig tjáð sig um það að vera ekki gift. „Hjónaband er ekki mikilvægt finnst mér. Ég er í hamingjusömu sambandi – það er það sem skiptir máli,“ sagði Anna Kournikova, samkvæmt heimildum Women‘s Health.

Fyrrverandi tennisstjarnan Anna Kournikova.
Fyrrverandi tennisstjarnan Anna Kournikova. mbl.is/People
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson