Bieber biðst afsökunar

Justin Biebe hefur ítrekað komið sér í vandræði.
Justin Biebe hefur ítrekað komið sér í vandræði. AFP

Poppsöngvarinn Justin Bieber hefur enn og aftur komið sér í vandræði en í þetta skiptið birti hann mynd af sér við umdeildan minnisvarða í Japan sem stendur til heiðurs föllnum stríðshetjum. Telja margir minnisvarðann til tákns um virðingarleysi Japana við þá glæpi sem herir þeirra hafa framið.

Bieber fjarlægði myndina eftir að hafa sætt mikilli gagnrýni og hefur nú beðið aðdáendur sína afsökunar

Kanadíski söngvarinn birti myndina af sér við Yasakuni minnisvarðann í Tókíó í Japan á Instagram og Twitter síðum sínum með skilaboðunum „Takk fyrir blessanir ykkar.“

Fjölmargir kínverskir aðdáendur söngvarans skildu eftir athugasemdir við myndina þar sem þeir báðu hann um að fjarlægja hana ef hann vildi ekki eiga á hættu að missa alla kínversku aðdáendur sína.

Bieber baðst afsökunar á Instagram síðu sinni þar sem hann sagðist hafa verið ómeðvitaður um sögulegt gildi minnisvarðans og það hversu umdeildur hann væri.

Yasakuni minnisvarðinn var reistur af japanska keisaranum Meiji árið 1869 til minningar um þá sem létust í þjónustu hans. Hann hefur hins vegar öðlast aukið gildi síðan þá og er nú einnig til minningar um þá sem börðust í seinni heimstyrjöldinni, þ.á.m. um eitt þúsund japanska hermenn sem í dag eru flokkaðir sem stríðsglæpamenn.

Hann sagðist einungis hafa beðið bílstjóra sinn um að stöðva við minnisvarðann sem hann taldi hann vera fallegan bænastað. „Ég elska þig Kína og ég elska þig Japan,“ sagði hann að lokum.

Eitt ár er nú síðan Bieber hneykslaði fólk rækilega með skrifum í gestabók á safni Önnu Frank í Amsterdam í Hollandi. Þar sagðist hann hafa trú á því að Anna Frank hefði orðið aðdáandi hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant