Deneuve býður höll sína til kaups

Höll Deneuve sem er til sölu.
Höll Deneuve sem er til sölu.

Fræga franska leikkonan Catherine Deneuve hefur sett sumarbústað sinn á sölu. Þar er ekki um lítið hús út í sveit að ræða, heldur heila höll, Chateau de Primard, sem er 75 km frá París.

Þeir sem kynnu að vilja kaupa slotið þurfa að reiða fram 3,9 milljónir evra, um 620 milljónir króna. Lúxushöll hinnar sjötugu leikkonu var reist á 18. öld við Guainville í sýslunni Eure-et-Loire vestur af París.

Höllin sjálf er samtals 1.200 fermetrar og í stórum garði á bakka árinnar Eure er að finna sundlaug, sérstakt hús umsjónarmanns hallarinnar og „ýmislegt fleira“. Sjálf hallaríbúðin hefur að geyma átta svefnherbergi, 50 fermetra eldhús og 70 fermetra gufubað.

Frægur belgískur landslagsarkitekt, Jacques Wirtz, skóp hallargarðinn en meðal annarra garða sem hann er höfundur að eru Jardin du Carrousel í Tuileries í París og garður Elysée, frönsku  forsetahallarinnar í París.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant