„Það er ekki að fara gerast“

Leikkonan Courteney Cox.
Leikkonan Courteney Cox. mbl.is/AFP

Bandaríska leikkonan Courtney Cox hefur alfarið tekið fyrir að framhald verði gert á sjónvarpsþáttaröðinni Vinum (e. Friends). Leikhópurinn sem að þáttunum kom sé einfaldlega of upptekinn við önnur verkefni, raunar svo upptekinn að enn ekki hafi tekist að smala öllum saman eina kvöldstund.

Leikkonan var á dögunum gestur í kvöldþætti bandaríska skemmtikraftsins Davids Letterman og ræddi þar við hann um mögulegt framhald á Vinum. „Ég er ítrekað spurð að því hvort leikhópurinn muni ekki koma saman aftur og gera eina þáttaröð til viðbótar. Ég get með hreinni samvisku sagt að það er ekki að fara gerast. Tíu ár eru liðin frá því þættirnir runnu sitt skeið á enda og okkur hefur enn ekki tekist að snæða saman kvöldverð,“ sagði Cox.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson