Tónleikum frestað vegna öndunarfærasýkingar

Söngkonan Lorde.
Söngkonan Lorde. mbl.is/AFP

Poppsöngkonan Lorde hefur frestað tónleikaferðalagi sínu um Ástralíu vegna öndunarfærasýkingar.

Lorde, sem er 17 ára gömul, átti að spila á átta tónleikum í sex áströlskum borgum, en tónleikaferðalagið átti að hefjast í vikunni.

Eftir annasama mánuði og síðustu vikur þar sem hún meðal annars tróð upp í eyðimerkurhitanum á Coachella-hátíðinni í Kaliforníu, hafa foreldrar hennar gripið inn í og sagt að hún þurfi að taka pásu frá tónleikahaldi.

„Ég er búin að fresta tónleikaferðalagi mínu um Ástralíu af því að ég er með slæma öndunarfærasýkingu og er ekki við góða heilsu. Mér þykir það mjög leiðinlegt að þurfa að gera þetta, en foreldrar mínir og teymið í kringum mig gripu í taumana og sögðu að ég þyrfti að slaka á,“ sagði Lorde á Twitter.

Samkvæmt heimildum HELLO! er Lorde á leið til Nýja Sjálands þar sem hún mun hvíla sig til þess að hún geti komið fram það sem eftir lifir árs.

Hún bætti einnig við Twitter færsluna og skrifaði: „Ég er alveg niðurbrotin að þurfa að fresta tónleikunum þar sem  ég og hljómsveitin mín elskum að spila fyrir Ástrala, og þetta var ekki auðveld ákvörðum. Ég þarf að einbeita mér að því að ná heilsu til þess að ég geti gefið mig alla í tónleikahald. Við verðum með ykkur um leið og við getum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson