Rúmar fimm milljónir fara í hundana á ári

Söngkonan Mariah Carey.
Söngkonan Mariah Carey. mbl.is/AFP

Það er ástæða fyrir því að söngkonan Mariah Carey hefur á sér orð fyrir að vera mikil prímadonna, en sem dæmi þá eyðir hún rúmum fimm milljónum króna á ári í hársnyrtingu fyrir hundana sína til þess að þeir líti sem best út.

Hundarnir hennar Carey eru átta talsins en þeir fara í hár-, nagla- og andlitssnyrtingu í hverjum mánuði. Einnig fara þeir reglulega í rasssnyrtingu.

Hundarnir, Cha Cha, Jackie Lambchops, JJ , Jill E Beans, Squeak E Beans, The Good Reverend Pow Jackson, Pipitty L Jackson og Mutley P Gore Jackson The Third, eru með mann í fullri vinnu við að sjá um sig á Rainbow Pet-snyrtistofunni.

„Carey borgar allar meðferðirnar sjálf og hún býst ekki við neinni sérmeðferð. Aðeins hundarnir hennar fá sérmeðferð,“ sagði heimildarmaður The Mirror og bætti við: „Almenn meðferð fyrir hund kostar 7.500 krónur, og aðrar meðferðir kosta meira. Hundarnir hennar Carey virðast njóta þess í botn að fá nudd og fleira sem stofan býður upp á.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant