Strauss Kahn í mál við hórmangara

Vændishúsið DSK er að verða fullgert í Blaton í Belgíu.
Vændishúsið DSK er að verða fullgert í Blaton í Belgíu. mbl.is/afp

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), hefur stefnt eiganda hóruhúss í bænum Blaton í Belgíu fyrir að gefa því nafnið DSK, sem er víðfrægt fangamark Strauss-Kahns.

Lögmenn Strauss-Kahns segja nafngiftina ótvírætt tengja nafn skjólstæðings síns við hóruhúsið og starfsemi þess, ekki síst í Frakklandi, Belgíu og Sviss þar sem algengt er að skírskotað sé til hans í ræðu og riti sem „DSK“. 

Þess er krafist að nafninu verði breytt þar sem Strauss-Kahn er víða þekktur undir fangamarki sínu, DSK. Eigandi hússins, hinn franski Dominique Alderweireld, er sakaður um að hafa á sínum tíma útvegað gleðikonur til þátttöku í kynlífsveislum sem Strauss-Kahn og félagar hans stóðu fyrir á Carltonhótelinu í Lille í Frakklandi.

Alderweireld gefur þá skýringu að nafnið sé stytting fyrir „Dodo Sex Klub“ og því sjálfum sér tengt, en hann gengur manna á meðal undir heitinu „Dodo la Saumure“. Hann segist áforma að reisa annað vændishús í Belgíu og nefna það Carlton, eftir hótelinu sem frægt er orðið fyrir kynsvall Strauss-Kahns og félaga þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant