Íslendingar í útrás til Berlínar

Árni már Erlingsson er einn af þeim íslensku listamönnum sem …
Árni már Erlingsson er einn af þeim íslensku listamönnum sem standa fyrir sýningunni Ljóðrænt Plast. Ljósmynd/Úr einkasafni

Íslendingar eru að gera það gott í Berlín. Í dag opnar sýningin „Plastic Poetics“ eða „Ljóðrænt Plast“ í listamannarekna rýminu Salon Mutlu í Berlín.

Níu listamenn, þar af sjö Íslendingar standa að sýningunni í Salon Mutlu, sem hefur á skömmum tíma skapað sér sess í menningarlandslagi Þýskalands.

Sýningin einbeitir sér að tvíræðni afstöðu okkar gagnvart plasti. 

„Ljóðrænt Plast" leitast við að gagnrýna notkun og framleiðslu plasti á sama tíma og hún upphefur miðilinn. 

Sýningin mun fela í sér frauðplast skúlptúra, plast skúlptúra unna með þrívíddri prenttækni​​, ljósmyndaseríu sem sýnir órætt landslag með þremur sólum, innsetningu úr plasti sem myndar regnboga innan rýmisins, myndbandsverk tekið undir sjávaryfirborði Aruba, af dansandi plastpokum.

Listamennirnir íslensku sem koma að sýningunni eru þau Árni Már Erlingsson, Hrefna Hörn, Hrund Atladóttir, Gunnar Jónsson, Ingibjörg Jara, Björk Viggósdóttir og Petra Valdimarsdóttir. Þýsku listamennirnir eru Boris Fauser og Hanna Mattes.

Sýningarstjóri sýningarinnar er Hrafnhildur Gissurardóttir sem stundar nú mastersnám við Universitat der Kunste Berlin. 

Árni Már Erlingsson og Hrafnhildur Gissurardóttir, að vinna að uppsetningunni.
Árni Már Erlingsson og Hrafnhildur Gissurardóttir, að vinna að uppsetningunni. Ljósmynd/Úr einkasafni
Næsta föstudag, þann 13. júlí opnar sýningin Plastic Poetics eða …
Næsta föstudag, þann 13. júlí opnar sýningin Plastic Poetics eða Ljóðrænt Plast; í listamannarekna rýminu Salon Mutlu í Berlín.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant