Er Clooney á leið í framboð?

George Clooney.
George Clooney. mbl.is/AFP

Getgátur eru uppi um að George Clooney muni bjóða sig fram sem ríkisstjóri Kaliforníuríkis til næstu fjögurra ára. 

Ef George Clooney ákveður að bjóða sig fram mun hann feta í fótspor Ronalds Reagan og Arnolds Schwarzenegger sem báðir störfuðu á leiksviðinu áður en þeir tóku við embætti. Sögusagnir herma að Clooney muni hefja undirbúning fyrir framboðið um leið og hann er búinn að ganga að eiga unnustu sína, Amal Alamuddin. Eins og fram hefur komið er hún mannréttindalögfræðingur.

Þess má geta að Amal Alamuddin var meðal annars lögfræðingur Julians Assange í WikiLeaks-málinu og þjónar sem sérstakur erindreki Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Samkvæmt breska dagblaðinu Daily Mirror herma vinir George Clooney að Demókratar séu bjartsýnir á að hann bjóði sig fram sem ríkisstjóri Kaliforníuríkis.

Ef vel gengi gæti ríkisstjórastaðan seinna haft í för með sér forsetakosningabaráttu af hálfu George Clooney.

Þegar George Clooney var spurður árið 2012 hvort hann hygðist fara í forsetaframboð í framtíðinni neitaði hann því.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson