Leikarinn Eli Wallach látinn

Eli Wallach
Eli Wallach AFP

Bandaríski leikarinn Eli Wallach, sem er best þekktur fyrir leik sinn í spagettí vestrum Sergio Leone er látinn 98 ára að aldri. 

Wallach hóf kvikmyndaferil sinn árið 1956 eftir að hafa leikið á sviði í tíu ár. Hann tók einkum að sér hlutverk þorpara þó svo að hann hafi átt velgengni að fagna í grínhlutverkum. Eins lék hann í fjölmörgum sjónvarpsþáttum, samkvæmt frétt BBC.

Meðal mynda sem Wallach lék í eru The Good, the Bad and the Ugly, How the West Was Won og The Misfits.

Wallash fæddist í Brooklyn í New York og lauk kennaranámi auk þess að fá þjálfun sem sviðsleikari. Eftir seinni heimstyrjöldina einbeitti hann sér að leik. Fyrsta hlutverkið var í New York árið 1945.

Eli Wallach var kvæntur leikkonunni Anne Jackson og léku þau oft saman.

Umfjöllun Variety um Eli Wallach

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson