Ekki mynduð síðan í mars

Eva Mendes.
Eva Mendes. mbl.is/AFP

Getgátur eru uppi um að Eva Mendes sé ólétt að fyrsta barni sínu og Ryan Gosling, að því er vefsíða Daily Mail greinir frá.

Fréttirnar hafa farið eins og eldur í sinu um netheima og hafa aðdáendur hjartaknúsarans Ryans Gosling margir hverjir tekið fréttunum miður vel. Aðdáendurnir skiptast í tvo hópa, þá sem harma fréttirnar vegna þess að þeir telja að Ryan Gosling og Rachel McAdams eigi að vera saman, líkt og í kvikmyndinni Notebook, en þau voru saman um tíma eftir tökur kvikmyndarinnar. Hinn hluti aðdáendahópsins eru þær konur sem myndu óska þess að vera í sporum Evu Mendes.

Heimildir herma að Eva Mendes sé komin sjö mánuði á leið en hún hefur ekki verið mynduð síðan í mars á þessu ári sem mörgum hefur þótt benda til þess að hún sé ólétt.

Sjónvarpskonan Ellen DeGeneres deildi stöðuuppfærslu á Twitter þar sem hún óskaði parinu til hamingju með óléttuna. Þá hafa fjölmiðlarnir While People, Us Weekly, Access Hollywood og OK! allir staðfest fréttirnar frá heimildarmanni.

Parið var síðast myndað saman í nóvember á síðasta ári en fréttir af sambandi þeirra hafa verið mikið í fjölmiðlum undanfarið en sambandið hefur verið stormasamt.

Heimildarmaður sagði í samtali við OK! tímaritið að Evu Mendes hafi langað lengi til að verða móðir og hlakki til foreldrahlutverksins með Ryan Gosling.

Getgáturnar um óléttuna komu einnig í kjölfar þess að Eva Mendes vildi ekki fara í gegnum öryggishlið á flugvelli en hún neitaði þeim getgátum og sagðist aðeins vera hrædd við geislana frá öryggishliðunum.

Eva Mendes er fertug en Ryan Gosling er yngri, 33 ára. Þau hafa verið saman í þrjú ár en þau kynntust við tökur á Place Beyond the Pines árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson