Árásin ekki vegna framhjáhalds

Solange Knowles, yngri systir Beyoncé Knowles.
Solange Knowles, yngri systir Beyoncé Knowles. mbl.is/AFP

Enn er óvitað hvað átti sér stað þegar systir Beyoncé Knowles, Solange Knowles, réðst á eiginmann hennar Jay Z í lyftu á MET-galakvöldinu í New York í maí síðastliðnum.

Solange hefur nú komið fram í fyrsta skipti eftir að atburðurinn átti sér stað en gaf þó lítið sem ekkert upp um af hverju hún réðst á Jay Z. Solange segir í viðtali við Lucky Magazine að allt sé nú í góðu hjá fjölskyldunni og þau haldi sínu striki.

Viku eftir atburðinn gaf fjölskyldan út tilkynningu þar sem Beyoncé sagði að Solange og Jay Z væru jafnsek og að þau hefðu beðið hvort annað afsökunar. Hvers vegna árásin átti sér stað kom hins vegar ekki fram í tilkynningunni.

Í viðtali við Us Magazine segja heimildamenn blaðsins nú að árásin hafi ekki átt sér stað vegna þess að Jay Z hafi verið Beyoncé ótrúr heldur hafi Jay Z reynt að róa Solange og sagt eitthvað við hana sem fór illa í hana með þeim afleiðingum að hún missti stjórn á skapi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson