Eileen Ford látin

Eileen Ford og Jerry Ford saman í janúar 2008 á …
Eileen Ford og Jerry Ford saman í janúar 2008 á fyrirsætukeppninni Supermodel ofthe World í New York. AFP

Eileen Ford, stofnandi umboðsskrifstofunnar Ford Models, lést á miðvikudag, 92 ára að aldri. Fyrirtæki hennar er stærsta umboðsskrifstofa fyrir fyrirsætur í heiminum og gjörbreytti fyrirsætubransanum í stóriðnað þar sem gerðir voru milljón dala samningar.

Ford umboðsskrifstofan er sögð hafa búið til markaðinn fyrir „ofurfyrirsætur,“ heimsfrægar fyrirsætur sem gátu krafist himinhárra launa fyrir störf sín.

Elti efnilegar stúlkur úti á götu

Eileen Ford stofnaði fyrirtækið ásamt eiginmanni sínum Jerry Ford á 5. áratug síðustu aldar. Hún var alla sína starfstíð andlit fyrirtækisins út á við og varð fræg fyrir að hafa auga fyrir efnilegum fyrirsætum, sem hún kom stundum auga á úti á götu, elti jafnvel nokkra hríð til að vega þær og meta, og gerði að toppfyrirsætum.

Sumar þeirra urðu heimsfrægar stjörnur, eins og Jerry Hall, Grace Jones, Naomi Campbell, Christy Turlington og Elle McPherson. Þá má nefna Hollywood-leikkonur sem hófu ferilinn sem fyrirsætur hjá Ford fyrir tilstilli Eileen Ford, eins og Brooke Shields, Rene Russo, Kim Basinger og Jane Fonda.

Eileen Ford var stundum kölluð móðir módelbransans í New York, nánast í bókstaflegum skilningi. Hún hafði orð á sér fyrir að vera harður húsbóndi en hugsa jafnframt vel um þær stúlkur sem voru á samningi hjá henni og vernda þær fyrir myrkari hliðum tískuiðnaðarins eins og kynferðismisnotkun og lúsarlaunum. Hún gerði kröfur um að bæði fyrirsætur og kúnnar fylgdu siðareglum, samkvæmt því sem fram kemur á vef New York Times.

Ford hjónin komu á kerfi til að bæta vinnuaðstæður fyrirsætna, gerðu m.a. kröfu um að þeirra fyrirsætur skyldu aðeins vinna 5 daga vinnuviku og fá greitt fyrirfram, en áður var algengt að fyrirsætur þyrftu að bíða í ár eða meira eftir að fá launin sín.

Hún var sömuleiðis alræmd fyrir harkalega framkomu gagnvart vongóðum stúlkum sem hún taldi ekki efni í fyrirsætur og afskrifaði oft með því að segja þeim hreint út að þær væru of feitar eða ekki nógu fallegar.

Seldu fyrirtækið 2007

Eileen Ford fæddist á Manhattan 25. mars 1922. Hún starfaði sjálf sem fyrirsæta á sínum unglingsárum samhliða námi, en 1943 útskrifaðist hún með sálfræðigráðu frá Barnard College. Hún kynntist Jerry Ford þegar hann lagði stund á bókhaldsnám við Columbia háskóla. Þau stofnuðu fyrirtækið í New York árið 1947, en stofnféð fengu þau með því að selja bílinn sinn. Hann sá um bókhald og rekstur fyrirtækisins á meðan hún byggði upp ímynd þess og gerði samninga við bæði fyrirsætur og ljósmyndara.

Ford hjónin brugðust við harðri samkeppni á 8. og 9. áratugnum, frá fyrirtækjum eins og Elite Models og John Casablancas, með því að opna skrifstofur um allan heim og víkka út starfsemi sína með fjölbreyttari samningum t.d. við fyrirsætur í yfirstærð, börn og eldri fyrirsætur. Þá komu þau á fót Ford fyrirsætukeppninni sem m.a. hefur verið haldin á Íslandi.

Árið 2007 seldu Ford hjónin fyrirtækið til fjárfestingabanka og árið eftir lést Jerry Ford, 83 ára að aldri. Eileen Ford lést á sjúkrahúsi í Morristown í New Jersey.

Naomi Campbell er ein af „ofurfyrirsætunum
Naomi Campbell er ein af „ofurfyrirsætunum" sem Eileen Ford uppgötvaði og þjálfaði. AFP
Jane Fonda hóf ferilinn sem fyrirsæta fyrir tilstilli Eileen Ford, …
Jane Fonda hóf ferilinn sem fyrirsæta fyrir tilstilli Eileen Ford, en varð síðar þekkt sem leikkona. AFP
Jerry Hal hóf fyrirsætuferilinn hjá Ford hjónunum.
Jerry Hal hóf fyrirsætuferilinn hjá Ford hjónunum. AFP
Brooke Shields var uppgötvuð af Eileen Ford, sem sagðist hafa …
Brooke Shields var uppgötvuð af Eileen Ford, sem sagðist hafa ákveðið að byrja með sérstaka samninga við börn vegna Shields. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson