Tónleikum Neils Youngs aflýst

Neil Young og Crazy Horse í Laugardalshöll
Neil Young og Crazy Horse í Laugardalshöll mbl.is/Ómar Óskarsson

Tónleikum Neils Youngs sem halda átti í Tel Aviv á fimmtudagskvöldið hefur verið aflýst af öryggisástæðum.

Skipuleggjandi tónleikanna, Shuki Weiss, segir að því miður þurfi að aflýsa tónleikunum sem halda átti í Yakon-garðinum en búið var að selja 40 þúsund miða á tónleikana.

„Þetta er gert vegna eldflaugaárásanna undanfarna daga og af ótta um öryggi hljómleikagesta á svo fjölmennri samkomu,“ skrifar Weiss á Facebook.

Talsmaður lögreglunnar í Tel Aviv segir að tónleikunum hafi verið aflýst eftir viðræður við heimavarnaráðuneytið. Ekki þyki öruggt að svo mikill mannfjöldi safnist saman á litlu svæði vegna árása á landið. 

Young, sem hélt tónleika á Íslandi hinn 7. júlí sl., kom síðast fram í Ísrael árið 1993 á tónleikum með Pearl Jam.

Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir hefur hann neitað að sniðganga Ísrael og ætlaði að koma fram ásamt hljómsveit sinni Crazy Horse.

Samkvæmt Haaretz on Sunday er óvíst hvort af tónleikum Pauls Anka í Ísrael síðar í mánuðinum og Backstreet Boys verður.

Neil Young og Crazy Horse í Laugardalshöll
Neil Young og Crazy Horse í Laugardalshöll Ómar Óskarsson
Neil Young og Crazy Horse í Laugardalshöll
Neil Young og Crazy Horse í Laugardalshöll Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant