Kim Jong-un vill ekki að þú sjáir þetta

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu AFP

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa beðið kínversk stjórnvöld um að stöðva dreifingu myndbands þar sem leiðtoginn Kim Jong-un sést dansa og taka nokkur Kung-fu spor.

Fréttaveitan The Chosunilbo hefur eftir heimildarmanni í Kína að N-Kóreumönnum þyki myndbandið lítilsvirða leiðtogann og stefna valdastöðu hans í voða. Stjórnvöld í Kína gátu þó ekki orðið við beiðninni.

Kim kemur ekki í eigin persónu fram í myndbandinu því höfuð hans hefur listilega verið klippt á búk annarra er dansa glaðlega við kínverskt teknólag. Í einu atriðinu fer þó illa fyrir leiðtoganum þegar Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, virðist afhausa hann. 

Á sama tíma hafa stjórnvöld í N-Kóreu einnig sent Hvíta húsinu kvörtunarbréf vegna gamanþáttarins „The Intetview“ sem fjallaði um morðtilraun á hendur Kim. Í bréfinu er þátturinn sögð vera móðgun við leiðtogann.

Dæmi hver fyrir sig.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant