Áfengissýkin vegna fráfalls foreldranna

Kourtney Kardashian, Scott Disick og börnin.
Kourtney Kardashian, Scott Disick og börnin. mbl.is/AFP

Vandamál Scotts Disicks stafa af sorg, að því er vefsíða Radar Online greinir frá.

Eiginmaður Kourtney Kardashian, Scott Disick, hefur átt við áfengisvanda að stríða en hann skráði sig í meðferð gegn áfengissýki nýverið.

Frænka Disicks, Audrey Martone, segist halda að drykkjan sé vegna dauða foreldra hans, þeirra Jeffreys og Bonnie, en þau létust bæði fyrir nokkrum mánuðum.

Í viðtali við vefsíðu Radar Online segir hún að Disick hafi misst báða foreldra sína með stuttu millibili og hún telji það ástæðu drykkjuvandans.

Scott Disick stendur þessa dagana í tökum á Kourtney & Khloé Take The Hamptoms ásamt eiginkonu sinni Kourtney Kardashian, en hún er ólétt að þriðja barni þeirra hjóna.

Martone segist hafa áhyggjur af Disick vegna þess að tökustaðurinn er svo nálægt æskuheimili hans í New York og óttast að það veki sársaukafullar minningar hjá honum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant