Vill flytja til Bretlands

Rod Stewart.
Rod Stewart. Ljósmynd/Wikipedia

Rod Stewart hyggst halda aftur til Bretlands eftir að hafa dvalið í nær 40 ár í Bandaríkjunum, að því er bresk vefsíða Mirror greinir frá.

Söngvarinn fæddist í London en flutti til Bandaríkjanna árið 1975 til að flýja skattlagningu Bretlands en á þeim tíma var skattaprósentan um 83 prósent fyrir þá sem þénuðu vel. 

Nú hyggst hann flytja aftur til Englands og vera þar það sem eftir er svo að yngstu synir hans, Alisteir, átta ára, og Aiden, þriggja ára, fái menntun þar í landi.

Aðspurður hvort æskuheimili hans í Archway í London veki enn minningar hjá honum segir hann: „Að sjálfsögðu, þessi staður er enn í hjarta mínu. Við hyggjumst flytja aftur þangað innan 18 mánaða svo að börnin mín geti alist þar upp,“ og bætir við að það sé hins vegar ekki að fullu ákveðið hvort þau flytji eða ekki.

Eiginkona Rods Stewarts, Penny Lancaster Stewart, er einnig bresk og vill ólm að börn þeirra alist upp þar í landi. Rod Stewart hefur nú þegar fest kaup á 4,65 milljóna punda heimili í Essex handa þeim en þau munu einnig halda húsi sínu í Beverly Hills og líklegast flakka á milli heimilanna tveggja. 

Samtals á Rod Stewart átta börn með fimm konum og eru öll börn hans fullorðin fyrir utan þá yngstu, Alistair og Aiden.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson