Kennir Bradley Cooper að blóta

Leikarinn Bradley Cooper.
Leikarinn Bradley Cooper. mbl.is/AFP

Matreiðslumaðurinn og sjónvarpsþáttastjórnandinn Gordon Ramsay kenndi Bradley Cooper að blóta fyrir kvikmyndahlutverk, að því er dagblaðið The Metro greinir frá.

Leikarinn hitti Gordon Ramsay í London og í Feneyjum til að fá ráðleggingar fyrir hlutverk sitt sem kokkur í kvikmyndinni Adam Jones. Þá kenndi Ramsey honum einnig ýmislegt slangur sem fylgir matreiðslulífinu og ýmislegt sem þarft er að vita um lífsstíl í kringum matseld.

Ramsay segist hafa haft tíma eftir að tökum lauk á vinsælli þáttaröð hans Kitchen Nightmares en hann hefur ákveðið að þetta verði síðasta þáttaröðin.

Hann hefur gert 12 þáttaraðir með 123 þáttum og hafa þættirnir gengið í tíu ár.

Cooper leikur kokk í kvikmyndinni Adam Jones en kvikmyndinni leikstýrir John Wells. Ásamt Cooper fara Uma Thurman, Sienna Miller og Emma Thompson með hlutverk í myndinni.

Kvikmyndatökur eru hafnar í New Orleans í Bandaríkjunum en tökur munu einnig eiga sér stað í London frá næstu viku og fram í september.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson