Dorrit í afmælisveislu Blair-hjónanna

Dorrit Moussaieff forsetafrú.
Dorrit Moussaieff forsetafrú. mbl.is/Eggert

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hélt veglega og óvænta afmælisveislu fyrir eiginkonu sína, Cherie, seinasta föstudagskvöld. Ekki verður betur séð en að forsetafrúin Dorrit Moussaieff hafi verið á meðal gesta, en mynd af henni birtist á vef breska vefmiðilsins Daily Mail.

150 nánustu vinum Blair-hjónanna, þar á meðal fyrrverandi ráðherrum Verkamannaflokksins, auðugum viðskiptajöfrum og sjónvarpsstjörnum, var boðið í veisluna sem var haldin í glæsilegri villu í eigu hjónanna. Talið er að kostnaðurinn við veisluna hafi numið um fimmtíu þúsund pundum, sem jafngildir um 9,8 milljónum króna.

Veislan hefur verið gagnrýnd í breskum fjölmiðlum um helgina. Margir telja að Blair eigi að hafa hugann við átökin á Gaza-svæðinu um þessar mundir, enda sé hann sérstakur erindreki nokkurra Vesturlandaþjóða við að finna lausn á deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

Mikil spenna ríkir á Vesturbakkanum en yfir þúsund Palestínumenn hafa fallið í átökunum á undanförnum þremur vikum.

Viðmælendur Daily Mail benda á að Blair hefði auðveldlega getað haldið óvæntu afmælisveisluna síðar, þar sem Cherie verði nú ekki sextug fyrr en 23. september næstkomandi. „Hann ætti að vera í Mið-Austurlöndum, en ekki á Bretlandi,“ sagði einn viðmælandi Daily Mail.

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant