Hafði það skítt eftir morðin

Jennifer Hudson.
Jennifer Hudson. Mynd: mbl.is/AFP

Söngkonan Jennifer Hudson segir að eitt það erfiðasta sem hún hafi gert í lífinu hafi verið að mæta í réttarsal þegar dómur var kveðinn upp gegn manninum sem myrti móður hennar, bróður og frænda.

Að því er tímaritið Observer greinir frá segir Jennifer Hudson að hún hafi upplifað erfiðustu tíma lífs síns þegar hún mætti í dómsalinn þegar dómur var kveðinn yfir William Balfour en árið 2008 myrti hann móður Jennifer Hudson, Darnell Donerson, bróður hennar, Jason Hudson, og frænda, Julian King.

Willam Balfour hafði átt stormasamt hjónaband með systur Jennifer Hudson, Juliu Hudson, og tók því illa að hún vildi skilja við hann.

Í viðtali við tímaritið Observer segir Jennifer Hudson að hún hafi ekki viljað sleppa því að mæta í dómssalinn og telur að móðir hennar hafi viljað að hún mætti.

William Balfour fékk þrjá lífstíðardóma í júlí árið 2012 fyrir morðin.

Jennifer Hudson segir sorgaratburðinn hafa breytt sér til frambúðar en að í dag gegni hún öðru hlutverki en hún gerði áður, þ.e. móðurhlutverkinu, og viðurkennir að mjög margt hafi breyst. Hún telur að það eina sem hafi haldist óbreytt sé söngröddin sem muni haldast með henni út ævina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson