Kennir slúðurblaðamönnum um neysluna

Leikarinn Zac Efron er þekktur fyrir stæltan líkama sinn.
Leikarinn Zac Efron er þekktur fyrir stæltan líkama sinn. mbl.is/AFP

„Það erfiða var aldrei vinnan,“ sagði Zac Efton við Bear Grylls þar sem þeir sátu saman í óbyggðum í nýjasta þætti Grylls. „Það erfiða var það sem gerðist þegar ég var ekki að vinna. Sama hvert ég fór, þá mátti ég búast við að það væru einhverjir fjölmiðlar á staðnum,“ sagði Efron.

„Maður eyðir miklum tíma heima með sjálfum sér. Eftir smá stund þarf maður eitthvað til þess að auðvelda manni að komast út úr húsi og hitta annað fólk. Þá fór ég að þurfa eiturlyf til þess að fara einhvert. Á tímabili var ég hættur að hugsa um vinnuna mína, og meira að hugsa um hvað ég ætlaði að gera næstu helgi,“ segir Efron. 

Hann hafði þá samband við lækni sem ráðlagði honum að fara í meðferð hjá AA samtökunum. Í samtali við The Hollywood Reporter í fyrra sagði hann að sú reynsla hafi breytt lífi hans. „Mér líður mun betur með sjálfan mig í dag. Hlutirnir eru svo miklu einfaldari.“

Við Bear Grylls sagði Efron að lokum: „Ég vil aldrei aftur þurfa að taka eitthvað efni til þess að láta mér líða vel í samskiptum við fólk.“

Sjá frétt MTV

Sjá stiklu úr þætti Bear Grylls og Zacs Efron: Running Wild

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant